Bændaglíma leikin á laugardag – mjótt á munum en lið Ken sigraði að lokum

Gleðin var við völd á Grafarholtsvelli á laugardag þegar kylfingar mættu uppdressuð sem Barbie og Ken í Bændaglímu GR 2023. Mjótt var á munum að leik loknum en á endanum var það lið Ken sem sigraði á örlítið lægra skori.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og urðu sigurvegarar þessir:

  1. Pétur Geir Svavarsson
    Magnús Kári Jónsson
    Njörður Luvigsson
    Þorvaldur Freyr Friðriksson
  2. Hlín Elfa Birgisdóttir
    Guðrún Ýr Birgisdóttir
    Rúnar Jónsson
    Signý Sigurvinsdóttir
  3. Áslaug Björk Eggertsdóttir
    Joao Carlos Dias Emilio
    Halldóra Jóhannsdóttir
    Gunnlaugur K. Guðmundsson

Nánarverðlaun voru veitt þeim sem voru næstir holu á öllum par 3 brautum vallar og urðu vinningshafar þessir:

  • 2.braut   Ellert Magnason 7 m
  • 6.braut  Signý Sigurvinsdóttir 2,0 m
  • 11.braut  Arnór Ingi Finnbjörnsson 116 sm
  • 17.braut  Arnór Ingi Finnbjörnsson 82 sm

Við þökkum keppendum í Bændaglímu fyrir frábæran dag á vellinum og sigurvegurum til hamingju með árangurinn!

Golfklúbbur Reykjavíkur og KH Klúbbhús