Bingó eldri kylfinga á föstudag – 3. febrúar

Föstudaginn 3. febrúar heldur bingó eldri kylfinga árið 2023 áfram. Að venju hefst morguninn á því að pútta á efri hæðinni, að pútti loknu er svo farið í kaffi á neðri hæðinni og bingó keyrt af stað í framhaldinu.

Bingó er liður í vetrarstarfi sem eldri kylfingar klúbbsins standa fyrir og hvetjum við alla félagsmenn sem náð hafa 60 ára aldri til að mæta og gera sér glaðan dag í góðum félagsskap á nýju ári.

Karl Jóhannsson stýrir ferðinni en ásamt honum hafa þeir Kristján, Axel, Björn og Jónas umsjón með bingó viðburðum. Það eru ávallt flottir vinningar í boði og vel mætt á þennan viðburð sem að venju er haldinn mánaðarlega yfir vetrartímann. Í lokin er dregið úr bingóspjöldum og geta því allir átt von á vinning!

Þátttökugjald er kr. 500 og er dagskrá föstudagsins þessi:

Kl. 09:30 – Pútt
Kl. 10:00 – Kaffi
Kl. 10:30 – Bingó

Dagsetningar á bingóviðburðum vormánuða verða eftirfarandi:
– 24. febrúar
– 17. mars
– 31. mars – Páskabingó

Hlökkum til að sjá ykkur öll!
Golfklúbbur Reykjavíkur