Böðvar, Helga, Eva og Markús sigruðu á Hlíðavelli á Unglingamótaröðinni

Fyrsta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ í unglingaflokki fór fram á Hlíðavell hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 26.-28. maí. Á Hlíðavelli var keppt í tveimur elstu aldursflokkunum, 17-21 árs og 15-16 ára. Fella þurfti niður 2. umferð í flokki 17-21 árs vegna veðurs og voru því leiknar 36 holur en ekki 54 holur.

Systkynin Helga Signý og Böðvar Bragi Pálsbörn, sem keppa fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, sigruðu í 17-21 árs flokknum eftir spennandi keppni. Elsa Maren Steinarsdóttir, frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, varð önnur í og Heiða Rakel Rafnsdóttir, frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, varð þriðja.

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, lék frábært golf á lokahringnum, 66 höggum eða -6, og bætti hann sig um heil 15 á milli hringja. Fjórir kylfingar deildu þriðja sætinu í þessum aldursflokki.

Úrslit mótsins í heild sinni eru hér

Frétt frá mótinu með helstu úrslitum má sjá hér

Við óskum okkar fólki til hamingju með sinn árangur á mótinu!
Golfklúbbur Reykjavíkur