
GSÍ mótaröðin hefst um helgina!
GSÍ mótaröðin hefst um helgina og hvetjum við félagsmenn að koma og hvetja okkar fólk – áfram GR! Golfsumarið er hafið og samhliða því hefst GSÍ mótaröðin. Þar leika bestu kylfingar landsins í karla- og kvennaflokki um eftirsótta titla þar sem lokamótið, Íslandsmótið í höggleik, er hápunktur ársins. Mótaröðin samanstendur af sex mótum sem […]

Golfferð til Tyrklands – einstök upplifun!
Einstök upplifun, einstakt tækifæri og einstakt verð! Icelandair Vita býður félagsmönnum GR sértilboð í 11 nátta lúxus golfferð til Tyrklands á Gloria Golf Resort í Belek. Um er að ræða frábært fimm stjörnu hótel og eitt flottasta og virtasta golfsvæði Belek. Á svæðinu eru þrír golfvellir eða 45 holur og allt innifalið í mat og […]

Minnum á mikilvægi góðrar umgengni – við erum saman í liði!
Minnum á mikilvægi góðrar umgengni – við erum saman í liði! Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að fylgjast með þeim krafti og lífi sem ríkir nú á félagssvæði Golfklúbbs Reykjavíkur undanfarna daga. Rástímarnir hafa verið vel nýttir síðustu daga og greinilegt að kylfingar okkar hafa beðið spenntir eftir að komast aftur í golf. Með aukinni […]

Dagbjartur skrefi nær U.S. Open
Dagbjartur Sigurbrandsson, kylfingur GR og Missouri háskólans, tryggði sér í nótt sæti á lokastigi úrtökumótsins fyrir U.S. Open eftir góðan árangur í undankeppni. Undankeppnin fór fram á Gateway National Golf Links vellinum í Illinois þar sem 120 kylfingar kepptu um sex laus sæti. Dagbjartur hóf leik snemma morguns og lék á 69 höggum, tveimur undir […]

Opnunarmót Grafarholts – allar upplýsingar
Laugardaginn 17. maí mun Grafarholtsvöllur opna með formlegum hætti og fer opnun fram, eins og venja er, með Opnunarmóti Grafarholts. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-14 og 14,1 og hærra. ATH! Opnunarmót eru eingöngu ætluð félagsmönnum GR. Veitt verða verðlaun fyrir […]

Korpan opnaði formlega í dag með Opnunarmóti Korpu – úrslit mótsins
Opnunarmót Korpu fór fram í dag í fínasta veðri og greinilegt að golfsumarið er komið á fullt. Fjöldi kylfinga lagði leið sína á völlinn og var mikil og skemmtileg stemning allan daginn. Ræst var út frá 8:00-15:00 og tóku rúmlega 190 kylfingar þátt. Besta skor dagsins átti Andri Þór Björnsson, spilaði á 66 höggum. Það […]

Golfbílar leyfðir frá opnun á Korpu
Golfbílaumferð leyfð á Korpu Formleg opnun Korpu fer fram á laugardaginn kemur, eins og auglýst hefur verið á miðlum félagsins. Okkur er sönn ánægja að tilkynna félagsmönnum að frá og með opnun vallarsins á laugardaginn verður leyfð umferð golfbíla á vellinum. Þar sem golfbúð hefur ekki enn verið opnuð þarf skráning að fara fram á […]

Opnunarmót Korpu – allar upplýsingar
Laugardaginn 10. maí mun Korpúlfsstaðavöllur opna með formlegum hætti og fer opnun fram, eins og venja er, með Opnunarmóti Korpu. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og verða lykkjur mótsins Sjórinn/Áin. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-14 og 14,1 og hærra. ATH! Opnunarmót eru eingöngu ætluð […]

Formleg opnun vallar
Kæru félagar, Við ráðgerum formlega opnun Korpúlfsstaðavallar með hefðbundnu opnunarmóti laugardaginn 10. maí nk. og Grafarholtsvallar viku síðar. Tíðarfar undanfarið hefur verið gott og við höfum væntingar til þess að vellirnir verði í góðu ástandi miðað við árstíma. Framundan er mjög spennandi golfsumar. Eins og þið þekkið er það þannig á völlunum okkar að færri […]

Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði Landsmótið í Golfermum
Ragnhildur „okkar“ Kristinsdóttir sigraði Landsmótið í Golfhermum. Úrslitakeppni Landsmótsins í golfhermum fór fram föstudaginn 25. apríl í Íþróttamiðstöð GKG. Eftir tvær undankeppnir og harða baráttu höfðu 268 keppendur verið skornir niður í sextán, átta karla og átta konur. Leikinn var 36 holu höggleikur á Le Golf National vellinum í París, sem reynir á allar hliðar […]