
Ólafía Þórunn afhenti klúbbnum golfpoka sinn sem þakklætisvott á aðalfundi
Ólafía Þórunn mætti til aðalfundar GR síðastliðinn þriðjudag og afhenti klúbbnum einn af þeim þremur pokum sem hún notaði á LPGA túrnum. Pokann afhenti hún klúbbnum sem þakklætisvott fyrir allan þann stuðning sem henni hefur verið sýndur í gegnum tíðina og á sínum ferli, hún sagðist vonast til þess að pokinn yrði yngri kylfingum hvatning […]

Aðalfundur GR – góður rekstur og miklar framkvæmdir á völlum félagsins
Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur var haldinn á Korpúlfsstöðum þriðjudaginn 5. desember og var þátttaka góð. Formaður félagsins, Gísli Guðni Hall, gerði grein fyrir skýrslu formanns um störf stjórnar á árinu. Harpa Ægisdóttir, fjármálastjóri kynnti ársreikning félagsins og fór yfir fjárhagsáætlun komandi starfsárs. Fundarstjóri var Ólafur Arinbjörn Sigurðsson. Gísli Guðni bauð sig fram til áframhaldandi formennsku og hefur nú […]

Perla Sól hlaut Háttvísibikarinn annað árið í röð
Háttvísisbikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá einstaklingur sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér […]

Jólamarkaður GR haldinn 12. og 13. desember
Starfsfólk ÓJK-ÍSAM ætlar að mæta til okkar á Korpuna með Jólamarkað GR dagana 12. og 13. desember. Mikið úrval af GR merktum fatnaði og smávöru. Tilvalið að gera góð kaup í jólapakka kylfingsins!

Aðalfundur haldinn þriðjudaginn 5. desember – ársreikningur birtur á vef félagsins
Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 5. desember 2023 kl. 20:00 og mun fara fram á 2. hæð Korpu. Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 18. grein laga félagsins. Dagskrá: Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu. Skýrsla formanns. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning […]

Haraldur Franklín lauk fyrsta hring í Ástralíu á pari vallar
Haraldur Franklín Magnús hóf keppni á Opna ástralska mótinu (ISPS HANDA Australian Open) í nótt, hann lék fyrsta hringinn á pari vallarins – 72 höggum. Mótið er hluti af DP World Tour atvinnumótaröðinni fer fram á The Lakes vellinum í Sydney og stendur fram á sunnudag, 3. desember, keppni í mótinu fer fram á tveimur […]

Haraldur Franklín í 33. – 39. sæti á Fortinet Australian PGA Championship
Haraldur Franklín Magnús lék á Fortinet Autralian PGA Championship um liðna helgi, hann komst í gegnum niðurskurð að tveimur hringum loknum og endaði í 33. – 39. sæti, samtals -5, þegar keppni lauk í gær. Haraldur lék besta hring sinn á lokadeginum, 67 högg (-1) og fór upp um 28. sæti. Ástralinn Min Wo Lee […]

Black Friday í Básum – 50% afsláttur af boltakortum
Black Friday – 50% afsláttur af öllum boltakortum í Básum frá föstudegi til sunnudags: Silfurkort – 4.740, nú 2.370 Gullkort – 7.140, nú 3.570 Platínukort – 13.140, nú 6.570 Demantskort – 29.940, nú 14.970 Kveðja, Starsfólk Bása

Haraldur Franklín tekur þátt á DP World Tour mótum í Ástralíu
Haraldur Franklín Magnús tekur þátt á tveimur mótum á DP World Tour atvinnumótaröðinni í Ástralíu á næstu dögum. Mótaröðin er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu en Haraldur fékk boð um að taka þátt með skömmum fyrirvara. Á meðal keppenda eru margir heimsþekktir kylfinga. Fyrra mótið, Fortinet Australian PGA Championship, er leikið dagana 23. – […]

Aðalfundur GR haldinn þriðjudaginn 5. desember
Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 5. desember 2023 kl. 20:00 og mun fara fram á 2. hæð Korpunnar. Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 18. grein laga félagsins. Dagskrá: Skýrsla formanns. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna […]