
Hjóna- og parakeppni GR 2023
Hjóna- og parakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldin í Grafarholti laugardaginn 17. júní. Mótið er innanfélagsmót. Keppnisfyrirkomulag er Greensome þar sem tvö leika saman í liði. Til að mynda liðsforgjöf fær liðið 40% af leikforgjöf hærri leikmans og 60% af lægri leikforgjöf. Hámarksforgjöf karla er 24 og hjá konum 28. Ræst er út samtímis af öllum […]

Byrjendanámskeið í júní
Byrjendanámskeið eru besta leiðin til að byrja í golfi. Arnar Snær, PGA golfkennari, er kominn með fjögur ný námskeið fyrir byrjendur á dagskrá núna í júní. Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér fyrir neðan. Byrjendanámskeið 1 Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt […]

Fyrsta umferð í Sumarmótaröð GR kvenna var leikin á mánudag
Fyrsta umferð af átta í Sumarmótaröð GR kvenna fór fram á Korpunni síðasta mánudag, veðrið var yndislegt og bauð upp á logn og smá rigningu. Alls tóku 93 konur þátt í mótinu. Best þennan dag var Anna Magnea Kristjánsdóttir á 42 punktum, næst á eftir henni er svo Karen Guðmundsdóttir með 41 punkt. Hérna er hægt […]

Opnað fyrir leik á 9 holur og golfbílaumferð leyfð frá og með sunnudegi
Það er ánægjulegt að kynna frekari opnanir á völlum félagsins fyrir félagsmönnum en frá og með sunnudeginum 11. júní mun opna fyrir leik inn á 9 holur á Korpunni, opnað verður fyrir rástímabókanir kl. 20:00 á miðvikudag, 7. júní. Á sunnudag verður golfbílum einnig hleypt inn á báða velli félagsins. Hafa skal í huga að […]

Mercedes-Benz bikarinn – Holukeppni GR: skráning hafin
Búið er að opna fyrir skráningu í Holukeppni GR, enn eitt árið. Sem fyrr er Bílaumboðið Askja styrktaraðili mótsins og er keppt um Mercedes-Benz bikarinn. Keppnin er opin öllum meðlimum GR 18 ára og eldri. Leikið er með forgjöf en hæst eru þó gefin 36 forgjafarhögg. Þegar skráningu lýkur er dregið um röð keppenda. Tilkynnt […]

Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði Leirumótið í kvennaflokki
Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki á Leirumótinu sem leikið var um helgina, Berglind Björnsdóttir einnig úr Golfklúbbi Reykjavíkur lenti í öðru sæti. Sigurður Arnar Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði karlaflokk. Mótið var það fyrsta á stigamótaröð GSÍ á tímabilinu 2023. Alls tóku 124 keppendur þátt sem er talsverð fjölgun frá […]

Axel Ásgeirsson átti besta skor í Opnunarmóti GR
Vellir félagsins opnuðu báðir síðast liðna helgi fyrir kylfinga. Í dag, laugardaginn 3.júní fór fram fyrsta mót sumarsins á Grafarholtsvelli, Opnunarmót GR. Völlurinn tók vel á móti kylfingum þegar mætt var til leiks í morgun og var ágætisveður í allan dag. Keppt var í tveimur flokkum og einnig um besta skor. Axel Ásgeirsson átti besta […]

Haraldur byrjaði vel á D+D Real Czech Challenge
Haraldur Franklín Magnús lék vel á fyrsta hring sínum á D+D Real Czech Challenge sem leikið ár á Áskorendamótaröðinni í Tékklandi um helgina. Haraldur lék hringinn á þremur höggum undir pari, fékk þrjá fugla á 8.,9. og 10. braut en lék aðrar holur á pari – enginn skolli á 1. hring sem er flott byrjun […]

Opna Icelandair leikið á Korpunni 11. júní – skráning hefst í dag
Opna Icelandair mótið verður haldið á Korpúlfsstaðavelli sunnudaginn 11. júní. Ræst verður út af öllum teigum kl. 09:00 og verður boðið upp á morgunmat kl. 08:00. Lykkjur mótsins verða Landið/Áin. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Leikið verður í tveimur flokkum, karla- og kvennaflokki. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsileg verðlaun verða veitt […]

Innanfélagsmót 70 ára og eldri – fyrstu umferð FRESTAÐ
Fyrstu umferð í Innanfélagsmóti 70 ára og eldri hefur verið FRESTAÐ til föstudagsins 23. júní. Fyrsta umferð í Innanfélagsmóti 70 ára og eldri verður leikin föstudaginn 9. Júní. Mótið er 9 holur og verður lykkja dagsins, Landið, leikin. Ræst verður út frá kl. 08:30-11:15. Keppt er í punktakeppni og höggleik karla og kvenna og eru […]