
Korpubikarnum lauk í dag – úrslit
Kristófer Karl Karlsson, GM, og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, stóðu uppi sem sigurvegarar í Korpubikar Golfklúbbs Reykjavíkur. Mótsmet og vallarmet féllu bæði í karla- og kvennaflokki. Þetta var fimmta mótið á GSÍ mótaröðinni í sumar og það síðasta fyrir Íslandsmótið í golfi. Leikinn var 54 holu höggleikur án forgjafar. Niðurskurður var eftir annan keppnisdag þannig […]

Hannes Eyvindsson varði titil sinn – Íslandsmeistari í 65+
Hannes Eyvindsson varði titli sinn í karlaflokki 65 ára og eldri í Íslandsmóti eldri kylfinga sem fram fór á Strandarvelli og lauk í gær. Hann lauk leik á 17 höggum yfir pari og fimm höggum betur en næsti maður á eftir. Alls voru 85 keppendur skráðir til leik og voru leiknar 54 holur á þremur […]

Ragnhildur Kristinsdóttir á LET Access á Islantilla
Atvinnukylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir keppir á Islantilla Open á LET Access mótaröðinni sem hefst í dag. Við hvetjum alla Íslendinga sem eru á svæðinu að mæta á völlinn og fylgjast með þeim Ragnhildi og Andreu Bergs Svæðið þekkja flestir Íslendingar, en staðurinn er einn vinsælasti golfáfangastaður Íslendinga. Mótið hefst í dag, fimmtudaginn 17. júlí, og er […]

Íslandsmót eldri kylfinga 2025 – GR með flest keppendur
Í gær hófst Íslandsmót eldri kylfinga á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu og stendur út morgundaginn. Af þeim 85 keppendum sem eru skráðir til leiks eru flestir fra Golfklúbbi Reykjavíkur eða 20 talsins. Keppt er í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 50 ára og eldri og 65 ára og eldri. Hér er hægt að sjá rástíma […]

Við minnumst Ásgerðar Sverrisdóttur
Ásgerður Sverrisdóttir, læknir, er látin. Golfklúbbur Reykjavíkur kveður eftirminnilega konu og einstakan afreksmann. Ásgerður var góður fulltrúi alls þess sem klúbburinn okkar stendur fyrir. Í erfiðu starfi var hún vel metin og umtöluð fyrir vandvirkni og hlýju. Hún var glæsileg á golfvellinum og þar birtist keppnisskapið og viljastyrkurinn. Hún uppskar tvo Íslandsmeistaratitla í kvennaflokki, árin […]

Klúbbmeistarar GR 2025 eru Ásdís Rafnar og Haraldur Franklín
Það var mikil spenna bæði í meistaraflokki karla og kvenna. 72 holur dugðu ekki til þess að krýna klúbbmeistara og þurfti bráðabana í báðum flokkum. Haraldur Franklín Magnús fagnaði klúbbmeistaratitlinum í annað sinn og Ásdís Rafnar fagnaði sínum fyrsta klúbbmeistaratitli. Ásdís Rafnar og Þóra Sigríður öttu kappi við hvor aðra alla fjóra dagana og enduðu […]

Ragnhildur Kristinsdóttir sigrar Vasteras Open mótið á LET Access!
Ragnhildur okkar Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, braut blað í sögu golfs á Íslandi í morgun þegar hún sigraði Vasteras Open mótið í Svíþjóð. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem sigrar á LET Access mótaröðinni! Mótið fór fram á Skerike Golfklubb vellinum í Svíþjóð og áttunda mót Röggu á tímabilinu. Í síðustu viku hafnaði Ragga í 2. sæti […]

Meistaramót: 377 keppendur hafa lokið leik – úrslit úr þriggja daga keppni
Keppendur í þriggja daga keppni Meistaramóts GR 2025 voru 377 samtals og luku þau leik þriðjudaginn 8. júlí. Þar af voru 36 keppendur í barna- og unglingaflokkum, úrslit í þeirra flokkum voru birt þá ásamt því að að verðlaunaafhending og lokahóf fyrir þá flokka fór fram að kvöldi síðasta leikdags og má sjá úrslit þeirra […]

Lokahóf & verðlaunaafhending Meistaramóts 2025 á Korpunni á laugardag!
Lokahóf & verðlaunaafhending í Meistaramóti GR 2025 verður haldið á Korpunni næstkomandi laugardag, 12. júlí. Allir þátttakendur í Meistaramóti fá afhentan aðgöngumiða í lokahóf á síðasta keppnisdegi sem framvísa þarf hjá starfsfólki í veitingasölu þegar mætt er á laugardag. Salurinn opnar kl. 18:00 og boðið verður upp á ljúffengar veitingar að hætti Klúbbhús, miðað við […]

Meistaramót 2025 – Þriggja daga keppni lokið og lokahóf í barna- og unglingaflokkum fór fram í kvöld
Lokahóf og verðlaunaafhending barna- og unglingaflokkum Meistaramóts GR 2025 fór fram í Grafarholtinu nú í kvöld. Eftir þriggja daga keppni í þremur mjög mismunandi veðuraðstæðum luku yngstu kylfingar klúbbsins sínu Meistaramóti. Fyrsta daginn var smá vindur en fallegt veður og þokkalega hlýtt þar sem sólin skein skært á lofti, dagur 2 var ansi krefjandi með […]