Ecco-Mótaröðin hefst fimmtudaginn 10. mars og stendur yfir í 5 vikur. Lokakvöldið verður fimmtudagskvöldið 7. apríl.
Staðfesta þarf þátttöku fyrir þriðjudaginn 8. mars á netfangið: leturval@litrof.is
Skráning
Ef menn eru ekki komnir í lið þá er hægt að finna út úr því áður en leikur hefst osfrv. Sem sagt, nauðsynlegt að fá þátttökutilkynningar og eins miklar upplýsingar eins og hægt er á netfangið leturval@litrof.is eða í síma 898 3795.
Þrjár bestu umferðirnar af fimm telja.
Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár. Leiknir eru 2 hringir á hverju kvöldi, eða 36 holur.
Einstaklingskeppnin:
Keppt verður um púttmeistara klúbbsins og skilar hver leikmaður 36 holu skori hvert kvöld.
Liðakeppnin:
Þrír leikmenn að lágmarki skipa hvert lið og spila allir 2×18 holur. Liðið skilar svo inn einu skori sem samanstendur af bestu fjórum 18 holu hringjunum af sex.
Einnig er hægt að hafa 4 í liði ef það hentar betur, en hvert kvöld telja einungis 3 leikmenn, og skal það upplýst hverjir telja sem lið, það og það kvöldið, áður en leikur hefst. Athugið að sá sem ekki telur skilar samt sínu skori fyrir einstaklings-keppnina.
Mótsgjaldið er kr. 3000, sem leikmenn greiða fyrsta kvöldið.
Ef eitthvað er óljóst þá er bara að hringja í 898 3795 eða senda tölvupóst.
Svo höfum við bara gaman af þessu öllu saman.
Kveðja
Halldór B. Kristjánsson