ECCO-púttmótaröðin 2022 – Staðan eftir 2. umferð

Lið númer 4 skilaði inn glæsilegu skori þó svo að helmingur liðsins hafi verið fjarverandi, 109 pútt verður að teljast þokkalegt og hefur liðið tekið afgerandi forystu eftir tvær umferðir. Eins og ég minntist á í síðasta pistli er Jónas Gunnarsson með betri pútturum klúbbsins og lék á 55, ásamt fleirum reyndar. Félagi hans í sama liði, Guðmundur Óskar Hauksson lék þó best allra á 54 slögum.

Nýjung
Golfhöllin býður besta púttara vikunnar uppá æfingu í golfhermi í eina klst. virka daga frá kl. 10 til 16.

Verðlaunahafar fyrstu tvær vikurnar eru Sigurður Ingvar fyrir 1. umferð og nú fyrir 2. umferð Guðmundur Óskar Hauksson.

Húsið opnar framvegis kl. 15:00.

Skorkortin
Regla nr. 1 að merkja nr. liðs á skorkortið og nöfn leikmanna eða skammstöfun skýrum stöfum.

Annars bara kátur.

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 2. umferð:
2. umferð_ECCO.2022.xlsx

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is