ECCO- púttmótaröðin 2022 – staðan eftir 3. umferð

Jæja drengir, nú er þetta allt að byrja, reyndar rétt áður en þetta allt saman klárast, því eftir næstu umferð dettur versti hringur út og þá getur staðan breyst töluvert eins og komið hefur í ljós undanfarin ár.

Þrír urðu jafnir á besta skori kvöldsins á fimmtudag – þeir Óskar Sæmundsson, Pétur Runólfsson og Sigurbjörn Hjaltason, 57 pútt. Dregið var úr hver hlyti klukkutímann í Golfhöllinni og upp kom nafn Sigurbjörns Hjaltasonar og fær hann verðlaunin afhent næsta fimmtudag.

Lið 14 og 37 spiluðu best liða á 115 púttum. Glæsilegt.


Verðlaun
Ég er þessa dagana að sanka að mér verðlaunum fyrir lokakvöldið og ef menn eru aflögufærir um eitthvað smálegt væri það vel þegið. Nú þegar hafa tveir þátttakendur, Guðmundur Björnsson og Jóhannes Bjarnason, tilkynnt mér um að þeir komi með verðlaun í púkkið. Takk kærlega fyrir það.

Ég stefni á að veita 8 bestu einstaklingum og a.m.k. þremur bestu liðunum verðlaun. Síðan verða dregin út nöfn þátttakenda, þó ekki þeirra sem hafa þegar fengið verðlaun fyrir árangur í mótinu. Þannig eiga allir möguleika á einhverjum glaðningi svona rétt fyrir páskana.

Nýjung
Golfhöllin býður besta púttara vikunnar uppá æfingu í golfhermi í eina klst. virka daga frá kl. 10 til 16.

Húsið opnar á fimmtudag kl. 15:00.

Annars bara kátur!

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 3. umferð:
3. umferð_ECCO.2022.xlsx

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
8983795
leturval@litrof.is