ECCO – púttmótaröðin 2022: Staðan eftir 4. umferð

Þá er bara lokaumferðin eftir þar sem endanleg úrslit ráðast. Lið nr. 4 virðist öruggt með fyrsta sætið enda með 15 högga forystu á það næsta og tveir efstu í enstaklingskeppninni eru einnig í liði 4. Það verður því ekki annað sagt en að liðið sé að gera gott mót. Baráttan í einstaklingskeppninni er þó engan veginn ráðin.

Tveir voru með besta skor kvöldins Róbert Arnþórsson úr hinu umtalaða liði 4 og Sigurjón Þ. Sigurjónsson úr liði 10 sem hlýtur verðlaunin besti púttari kvöldsins og fær hann klst. í hermi hjá Golfhöllinni.

p.s. Ég er með pútter í mínum fórum sem einhver gleymdi eftir 2. umferð, að mig minnir, en hefur ekki nálgast hann.

Lokaumferðin er fimmtudaginn 7. apríl – já, á fimmtudaginn næsta!

Rástímar verða þannig að efstu 4 liðin mæta um kl. 19 og efsta liðið fer af stað um kl. 19:30. Annars er best að menn haldi sínum tímum en mæti þó ekki seinna en um kl. 19. Annars fer þetta bara eins og það fer.

Sem sagt; enginn þátttakandi komi seinna til leiks en 19:30.

Sendið mér endilega póst og látið mig vita ef fyrirsjáanlegt er að þið komist ekki í lokapartýið. Það auðveldar mér alla skipulagningu.

Verðlaunaafhendingin, sem er fyrir alla, hefst um leið og úrslit liggja fyrir. Það eru ekki einungis þeir sem ná einhverjum sætum sem fá verðlaun heldur verður eitthvað af vinningum fyrir  þá sem voru ekki alveg eins góðir og hinir. Verðlaunaskráin er ekki klár ennþá frekar en fyrri daginn en það verður eitthvað spennandi – ég trúi bara ekki öðru.

Þó er ljóst að 8 efstu sætin í einstaklingskeppninni fá eitthvað fyrir sinn snúð og 4-5 efstu liðin.

Sem sagt: Þeir sem vilja pútta um miðjan dag fara bara heim, horfa á fréttirnar sem dæmi, koma svo galvaskir í partýið um kl. 20 til að rabba við félagana, fylgjast með þeim bestu og hugsanlega hirða upp einhverja vinninga þegar þar að kemur. Til að fá verðlaun verða menn að vera með í partýinu.

Boðið verður uppá léttar veitingar eins og undanfarin ár, þó ekki bjór sem verður til sölu á 500 kallinn eins og verið hefur.

Þá held ég að allt sé komið fram sem þarf að koma fram en ef það eru einhverjar spurningar varðandi lokakvöldið þá er bara að hafa samband hvenær sem er.

Nokkrir leikmenn mótaraðarinnar hafa gefið mér flotta vinninga, til að gleðja ykkur hina, og færi ég þeim mínar bestu þakkir.

Svo höfum við bara gaman af þessu öllu saman.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 4. umferð:
4. umferð_ECCO.2022.xlsx

 

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is