ECCO- púttmótaröðin 2023 – Staðan eftir 2. umferð

Kjartan Sveinbjörnsson lék best allra í 2. umferð á 56 púttum og fær því verðlaunin Besti Púttarinn frá Viggó, tíma í Golfklúbbnum Fossaleyni 6.

Guðmundur Björnsson, Gummi í Flotun, tyllti sér í efsta sæti í einstaklingskeppninni með jafnri spilamennsku eftir fyrstu tvær umferðirnar og lið 11 er í forystu í liðakeppninni þó svo að lið 26 spilaði frábærlega og kom liðið inn á 114 púttum, besta liðsskorið þetta kvöldið.

Stefnan er sú að úrslit birtist á grgolf.is daginn eftir hverja umferð.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 2. umferð.
02 .umferð_2023.xlsx

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is