Nú var það Ragnar Guðmundsson, í liði 23, sem lék best allra í 3. umferð á 54 púttum og fær því verðlaunin Besti púttarinn frá Viggó, þeas. Golfklúbbnum Fossaleyni 6.
Sæmundur Pálsson náði að jafna við Gumma í Flotun, og eru þeir nú efstir í einstaklingskeppninni og lið 23 með Ragnar innanborðs lék best liða á 110 púttum. Annars er þetta rétt að byrja og því ómögulegt að spá í spilin. En eins og áður segir; númer eitt er að hafa gaman af þessu J
Stefnan er sú að úrslit eftir hverja umferð birtist á grgolf.is morguninn eftir hverja umferð.
Annars bara kátur.
Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 3. umferð – 03.umferð_2023.xlsx
Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is