ECCO-púttmótaröðin 2023 – Staðan eftir 7. umferð

Já, já, eins og ég sagði alltaf – nú færi fjörið að byrja!

Patrekur Ragnarsson (23) hentist upp í fyrsta sæti með því að henda út 7 púttum og Kjartan Sveinbjörnsson (38) henti út 9 og fór í fyrsta sæti. Páll Birkir Reynisson (1) er líklegur meðal efstu manna en hann hefur bara lokið 5 umferðum og sjáum hvað setur eftir næstu umferð.

Meistaraliðið frá í fyrra er komið á toppinn og ætla sér greinilega að verja titilinn en ég hef grun að einhver lið ætli að reyna að koma í veg fyrir það. Sjáum til.

Svo má ekki gleyma því að Róbert Arnþórsson (4) var besti púttari vikunnar á 54 púttum og fer hann í Golfklúbbinn til Viggó.

Svo á ég eftir að ítreka í þessum og næsta pistli að þeir sem ekki komast á lokakvöldið þann 23 mars láti mig endilega vita og einnig ef einhver lumar á verðlaunum fyrir lokakvöldið þá er það bara vel þegið.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 7. umferð – 07 umferð_2023

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is