Það lítur út fyrir að lið 4 verji titilinn, eiga 7 pútt á næsta lið, en ýmislegt getur gerst þannig að þetta er alls ekki búið. Lið 11 og 12 spiluðu best á 111 púttum og með því komst lið 11 í vænlega stöðu.
Eins og ég gat um í síðasta pistli átti ég von á að Páll Birkir (1) yrði meðal efstu manna eftir 8 umferðir og kom það á daginn og vermir nú fyrsta sætið, á tvö pútt á Guðmund Björnsson (13) sem er í öðru sætinu.
Jóhann Gíslason (28) og Pétur Geir Svavarsson (37) léku best af öllum á 53 púttum. Pétur Geir hreppti hnossið og er besti púttari 8. umferðar og fær klst. í hermi hjá Viggó í Golfklúbbnum Fossaleyni 6.
Lokakvöldið
Látið mig endilega vita ef fyrirsjáanlegt er að þið komist ekki í lokapartýið. Það auðveldar mér alla skipulagningu. Það eru ekki einungis þeir sem ná einhverjum sætum sem fá verðlaun heldur verður eitthvað af vinningum fyrir þá sem voru ekki alveg eins góðir og hinir en þeir verða að vera á staðnum þegar útdráttur fer fram.
Verðlaun
Ég er þessa dagana að sanka að mér verðlaunum fyrir lokakvöldið og ef menn eru aflögufærir um eitthvað smálegt væri það vel þegið. Nú þegar hafa þrír þátttakendur tilkynnt mér um að þeir komi með verðlaun í púkkið. Takk kærlega fyrir það.
Annars bara kátur.
Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 8. umferð – 08 umferð_2023
Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is