ECCO-púttmótaröðin 2024 – Staðan eftir 3. umferð

Loftur Ingi Sveinsson spilaði best í þriðju umferðinni á 55 en svo komu margir fast á hæla hans og lið nr. 26 kom inná besta skorinu eða 110 pútt.

Halldór Oddsson leiðir einstaklingskeppnina á tvö pútt á Jónas Gunnarsson sem er á kunnuglegum slóðum enn eitt árið og lið nr. 32 er efst í liðakeppninni. En eins og allir vita er þetta bara rétt að byrja.

Það er einhver smá böggur í skjalinu sem þarf að laga en það breytir ekki stöðu efstu manna en verður væntanlega komið í lag fyrir næstu umferð.

Dregið var um hvaða lið hlyti klukkutímann hjá Viggó í Golfklúbbnum og upp kom lið nr. 8 með Elías Kárason í broddi fylkingar.

Einhver gleymdi vestinu sínu og Gunni Bjarna límmiðunum sínum og er þetta hvoru tveggja í öruggri gæslu hjá umsjónarmanni.

Já, svo er það þetta með reglurnar! Bolti sem fer í vegg er „out of bounds“ og því þarf að leika aftur frá þeim stað sem boltanum var leikið gegn einu vítishöggi og svo má ekki hita upp frá teig að holu svo sem frá teig 1 í holu eitt, þetta þarf að vera á hreinu.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 3. umferð
Staðan eftir 3. umferð

 

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is