ECCO-púttmótaröðin 2024 – staðan eftir 4. umferð

Ég skal segja ykkur það. Þegar Jónas Gunnarsson í liði 4 skilaði inn sínu skori 53 pútt og liðsskori uppá 108 þá vissi ég hvernig ég ætlaði að byrja pistil dagsins; Jónas og félagar komnir á kunnuglegar slóðir, sem þeir eru reyndar, og hélt að þar við sæti en ýmislegt átti eftir að gerast áður en dagur rann og pistillinn tók á sig nýjar myndir. Pétur Geir Svavarsson, sem var að mæta í annað skiptið, bætti um betur og kom inná 52 púttum og þetta var ekki búið því að meistari síðasta árs kom inn á fáheyrðu skori eða 50 púttum, 22 púttum undir pari, og kom þar með sínu liði nr. 1 í fyrsta sætið. Mörg önnur lið og einstaklingar komu inn á frábæru skori svona almennt og eru ekki búin að segja sitt síðasta. Það verður því fróðlegt að fylgjast með framhaldinu en þetta stefnir í hörkubaráttu það er nokuð ljóst. Þetta er bara geggjað!

Nú er mótaröðin hálfnuð og ekki gleyma því að eftir næstu umferð fara svo verstu hringirnir að detta út, svo þetta er langt frá því að vera búið. Athugið að við ætlum að enda mótaröðina á föstudagskvöldi.

Dregið var um hvaða lið fengi klukkutímann hjá Viggó í Golfklúbbnum og upp kom lið nr. 11 sem mér skilst að séu fastir kúnnar hjá Viggó, bara gaman af því.

Félagar, ekki gleyma að merkja liðsnúmerið inná skorkortin. Það getur verið stórmál fyrir mig að finna út úr því.

ATH! Ég er enn með blátt vesti sem einhver gleymdi í síðustu viku.

Já, svo er það þetta með reglurnar! Bolti sem fer í vegg er „out of bounds“ og því þarf að leika aftur frá þeim stað sem boltanum var leikið gegn einu vítishöggi og svo má ekki hita upp frá teig að holu svo sem frá teig 1 í holu eitt, þetta þarf að vera á hreinu.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 4. umferð:
Staðan eftir 4. umferð

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is