ECCO-púttmótaröðin 2025 – Staðan eftir 4. umferð

Ásgeir Karlsson (7) og Óliver Hlynsson (32) léku best í gær á 53 púttum sem er mjög gott skor þar sem menn vildu meina að völlurinn hafi verið með erfiðasta móti þó þeir tækju ekki eftir því. Lið 7, með Ásgeir innanborðs, lék best á 108 púttum.

Ég notaði spinning wheel í símanum mínum til að draga út lið vikunnar og upp kom lið nr. 29 sem fær klukkutímann hjá Viggó í Golfklúbbnum, Fossaleyni 6.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 4. umferð.

Ecco púttmótaröð karla 2025

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is