Innheimta vegna félagsgjalda fyrir árið 2022 stendur nú yfir og geta félagsmenn ráðstafað greiðslufyrirkomulagi í gegnum félagavefinn https://grgolf.felog.is/ – sé greiðslufyrirkomulagi ekki ráðstafað fyrir 17. janúar næstkomandi verður send út ein krafa í banka með gjalddaga 2. febrúar.
Félagsgjöld ársins 2022 eru þessi:
Félagsmenn 19-26 ára, kr. 60.000
Félagsmenn 27-70 ára, kr. 120.000
Félagsmenn 71-74 ára, kr. 90.000
Félagsmenn 75 ára og eldri, kr. 90.000
Félagsmenn 75 ára og eldri*, kr. 60.000
*Enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt
Áfram er boðið upp á það greiðslufyrirkomulag sem hefur verið undanfarin ár – allt að 5 skipti með kröfum í banka eða allt að 10 skipti með dreifingu á greiðslukort. Greiðsludreifing á kreditkort ber með sér 3% þjónustugjald. Myndband með leiðbeiningum um hvernig félagsgjöldum er ráðstafað má sjá hér
Þurfi að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi eftir 17. janúar þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breytingargjald kr. 790. Skrifstofa klúbbsins er opin alla virka daga frá kl. 09:00-16:00 í síma 5850200.
Golfklúbbur Reykjavíkur