Boðað er til stofnfundar fyrir nefnd eldri kylfinga sem ætlað er að sjá um félagsstarf fyrir þá félagsmenn GR sem orðnir eru 65 ára og eldri.
Stofnfundurinn verður haldinn í veitingasal Korpu mánudaginn 14. október og hefst kl. 13:00.
Verkefni sem myndu heyra undir þessa nefnd er sumarmótarröð eldri kylfinga, liðakeppni eldri kylfinga (tveggja manna) og bingó yfir vetrartímann. Eins ef fólk vill taka upp á einhverju nýju eins og púttmótaröð eða annað þá eru allar hugmyndir vel þegnar.
Hvetjum félagsmenn 65 ára og eldri til að fjölmenna á fundinn og leggja þannig góðan grunn að starfinu.
Golfklúbbur Reykjavíkur