Kæru félagsmenn,
Miðvikudaginn 9. apríl hefjast umfangsmiklar framkvæmdir í Básum. Framkvæmdirnar fela í sér jarðvegsskipt um 8.000 fermetra svæði og lagningu nýs gervigrass.
Við áætlum að verkið taki 2–3 vikur. Á meðan á framkvæmdum stendur verður opnunartími Bása breyttur á virkum dögum – opið verður frá kl. 15:00. Við munum birta daglegar uppfærslur um opnunartíma á samfélagsmiðlum Bása.
Um helgar munu Básar opna fyrr – kl. 08:00 í stað 10:00.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum ykkur kærlega fyrir skilninginn og þolinmæðina á meðan við vinnum að því að bæta aðstöðuna enn frekar.