Eysteinn Jónsson og Rakel Þorsteinsdóttir sigurvegarar í Hjóna og parakeppni 2022

Hjóna og parakeppni GR fór fram í dag, föstuudaginn 17.júní á Grafarholtsvelli. Mótið var fullsetið og mættu 62 hjón/pör til leiks. Veðrið lék við keppendur þótt það hafi rignt aðeins í upphafi leiks. Leikið var með Greensome fyrirkomulagi, stoppað í pylsu á leiðinni og var þjóðhátíðarstemmning yfir vellinum. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 hollum vallarins. Eysteinn Jónsson og Rakel Þorsteinsdóttir unnu með glæsilegu skori eða 60 höggum nettó. Hjónin voru einnig sigurvegarar í mótinu árið 2019 og fá því fallegu styttuna aftur heim til sín.

 

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

1. Eysteinn Jónsson og Rakel Þorsteinsdóttir 60 högg nettó

2. Aron Hauksson og Dagrún Mjöll Ágústsdóttir 67 högg nettó (best á seinni 9)

3. Theodóra Stella Hafsteinsdóttir og Bergur Sandholt 67 högg nettó

 

Nándarverðlaun

2.braut: Þorgeir Magnússon 0,72 m

6.braut: Kristín Aðalsteinsdóttir 2,48 m

11.braut: Rakel Þorsteinsdóttir 1,31 m

17.braut: Christian Þorkelsson 1,77 m

18.braut: Ríkharður Traustason 2,55 m

Golfklúbbur Reykjavíkur óskar vinningshöfum til hamingju með flottan árangur og þakkar fyrir vel heppnað 17.júní þjóðhátíðarmót.