Framboð til stjórnar GR

Framboð til stjórnar GR

Athygli félagsmanna er vakin á því að á komandi aðalfundi skal kjósa formann til eins árs, þrjá stjórnarmenn af sex til tveggja ára og þrjá varamenn til eins árs.

Þeir sem vilja gefa kost á sér skulu samkvæmt samþykktum félagsins senda upplýsingar þar um til kjörnefndar á netfangið kjornefnd@grgolf.is  fyrir 16. október ár hvert og taka fram hvort framboðið sé til formanns, stjórnar eða varastjórnar.

Í lögum félagsins segir að ef framboð til stjórnarsetu séu fleiri en þau stjórnarsæti sem kjósa skal um skal kjörnefnd gera tillögu á aðalfundi um kosningu tveggja frambjóðenda til stjórnarsetu af þeim þremur sem kjósa skal um. Hið sama gildir um varastjórn.

Þá segir einnig í lögum félagsins að störf kjörnefndar skuli miða að því að jafnræði og gagnsæi ríki við stjórnarkjör, að í stjórn félagsins sitji að lágmarki þriðjungur einstaklinga af hvoru kyni og jafnframt að því að meirihluti stjórnarmanna hafi reynslu af störfum fyrir félagið og þekkingu á starfsemi þess.

Kjörnefnd.

Til baka í yfirlit