Hjóna- og parakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldin í Grafarholti föstudaginn 17. júní. Mótið er innanfélagsmót. Keppnisfyrirkomulag er Greensome þar sem tvö leika saman í liði. Til að mynda liðsforgjöf fær liðið 40% af leikforgjöf hærri leikmans og 60% af lægri leikforgjöf. Hámarksforgjöf karla er 24 og hjá konum 28.
Ræst er út samtímis af öllum teigum kl. 08:00, mæting kl. 07:00.
Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin auk nándarverðlauna á öllum par 3 holum vallarins.
Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 7. júní, kl. 13:00
Mótsgjald er kr. 5.900 á mann og greiðist hjá veitingasala þegar mætt er til leiks.
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar að móti loknu og verður boðið upp á:
- Humarseyði í bolla ásamt hráskinku tapas brauði
- Grillað lambafillet með rótargrænmeti, sellerírótarkartöflum, klettasalati og rauðvínssósu
- Sætir bitar í eftirrétt
Pylsu partý!!! - Boðið upp á pylsur á tveimur stöðum á vellinum á meðan á leik stendur.
Leiðbeiningar um skráningu:
Skráning í mótið fer fram í rástímaskráningu í Golfbox og er eingöngu hægt að bóka tvo leikmenn (eitt lið) í hvert holl. Valinn er völlurinn „GR – Hjóna- og parakeppni 2022“ á dagsetningu mótsins 17.06.2022. ATH! Rástímarnir birtast á 5 mínútna fresti og eru tveir skráðir saman í lið. Keppnisskilmálar og staðarreglur í mótinu eru sendar rafrænt degi fyrir mót. Rástímar í Golfbox eru einungis til að raða í holl. Mikilvægt er að þau sem ætla að spila saman í liði séu skráð saman.
Golfklúbbur Reykjavíkur