Berglind Björnsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur býður kylfingum upp á frábær hópa- og paranámskeið sem hefjast 17 og 18. Janúar. Hvert námskeið er fjögur skipti og 55 mín hver tími.
Öll kennsla fer fram í Básum í lokuðu rými.
Námskeiðin sem Berglind býður upp á - Berglind - Námskeið jan-feb 2022.pdf
Kvennanámskeið
Tilvalið fyrir vinkonuhópa sem vilja fara saman og læra golf eða bæta sinn leik enn frekar!
Mánudaga 12-13 frá 17. janúar til 7. febrúar
Byrjendanámskeið
Fullkomið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og vilja ná góðum tökum á undirstöðuatriðunum.
Þriðjudaga – 17-18 frá 18. janúar til 8. febrúar
Þriðjudaga – 18-19 frá 18. janúar til 8. febrúar
Hjóna- og parakennsla
Skemmtileg leið til að hefja nýja golftímabilið!
Þriðjudaga – 12-13 frá 18. janúar til 8. febrúar
Miðvikudaga – 12-13 frá 19. janúar til 9. febrúar
Skráning fer fram á Sportabler inn á meðfylgjandi slóð www.sportabler.com/shop/grgolf
Boltar eru ekki innifaldir í verði en nemendum stendur til boða að kaupa boltakort í Básum með 20% afslætti.