RAGNHILDUR KRISTINSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR ÁGÚST KRISTJÁNSSON SIGRUÐU HVALEYRARBIKARINN 2022

RAGNHILDUR KRISTINSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR ÁGÚST KRISTJÁNSSON SIGRUÐU HVALEYRARBIKARINN 2022

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar stóðu uppi sem sigurvegarar í Hvaleyrarbikarnum sem keppt var um hjá Golfklúbbnum Keili dagana 14. – 16. júlí , mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ.

Ragnhildur lék á samtals 211 höggum eða 2 höggum undir pari (68-69-74) og sigraði með 16 högga mun. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR varð í öðru sæti á samtals 227 höggum og í þriðja sæti var Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG á samtals 231 höggum.

Í karlaflokki sigraði Guðmundur Á. Kristjánsson úr GKG, hann lék á samtals 200 höggum og sigraði á samtals -13. Jafnir í 2. – 3. sæti á samtals 207 höggum urðu þeir Axel Bóasson og Rúnar Arnórsson, báðir úr Golfklúbbnum Keili.

Við óskum vinningshöfum Hvaleyrarbikarsins árið 2022 innilega til hamingju með sigurinn!

Áfram GR!

Til baka í yfirlit