The Famous Grouse Open – úrslit

The Famous Grouse Open – úrslit

The Famous Grouse Open var leikið á Korpúlfsstaðavelli í dag, keppt var í betri bolta – punktakeppni og mættu alls 68 lið til leiks. Góð stemmning lá yfir vellinum í dag enda veðrið einstaklega heppilegt til golfiðkunar auk þess sem ágætis skor skiluðu sér inn. Liðið sem sigraði keppni dagsins kláraði leik á 50 punktum en það voru þau Eiríkur Ólafsson og Júlíana Jónsdóttir úr Golfklúbbi Borgarness og óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn.

Helstu úrslit úr mótinu urðu þessi:

  1. Eiríkur Ólafsson og Júlíana Jónsdóttir, 50 punktar
  2. Jón Steinar Ólafsson og Páll Ingólfsson, 48 punktar (betri á seinni 9)
  3. Axel Andri Antonsson og Haukur Armin Úlfarsson, 48 punktar (betri á seinni 6)

Nándarverðlaun:

  • 3.braut – Heiðar Helguson, 238 cm
  • 6.braut – Hermann Geir Þórsson, 53 cm
  • 9.braut – Hermann Geir Þórsson, 9 cm
  • 13.braut – Benedikt Þór Daníelsson, 5 cm
  • 17.braut – Björn Óskar Guðjónsson, 36 cm

Búninganefnd hefur valið þau Guðmund H. Pétursson og Elínu B. Gunnarsdóttir sem vinningshafa búningaverðlauna. 

Önnur úrslit úr mótinu má sjá hér

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum í mótinu til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með mánudegi, 14. júní.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við The Famous Grouse

Til baka í yfirlit