Golfhöllin býður félagsmönnum GR inngöngutilboð á afslætti

Golfhöllin opnaði glænýja aðstöðu í október síðastliðinn og var gerður samsstarfssamningur við Golfklúbb Reykjavíkur sem veitir félagsmönnum klúbbsins sérstakt inngöngutilboð á meðlimagjaldi.

Golfhöllin er til húsa á Fiskislóð 53-59 á Granda og býður upp á 14 Trackman golfherma af nýjustu gerð. Aðstaðan er ætluð kylfingum á öllum getustigum og því tilvalið fyrir einstaklinga og hópa að bóka sér tíma til æfinga í vetur. Golfhöllin býður upp á fyrsta flokks aðstöðu, frábær golfnámskeið, skemmtileg golfmót og aðra spennandi viðburði. Hægt er að sjá allar upplýsingar um þá þjónustu sem Golfhöllin býður upp á á vefsíðunni www.golfhollin.is

Félagsmenn GR fá sérstakt inngöngutilboð á meðlimagjaldi hjá Golfhöllinni.  Meðlimagjald í Golfhöllinni fyrir GR félagsmenn er 24.500  krónur (fullt verð 29.900 krónur). Innifalið í meðlimagjaldi eru 5* 60 mínútur í golfhermi. Þeir sem gerast meðlimir Golfhallarinnar geta bókað 50 klst yfir veturinn með 25% afslætti af verðskrá ásamt öðrum fríðindum. Sjá má verðskrá hér – Golfhöllin_Verðskrá.pdf

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þá þjónustu sem í boði er hjá Golfhöllinni í vetur.

Golfklúbbur Reykjavíkur