Golfklúbbur Reykjavíkur óskar eftir fólki til starfa sumarið 2022

Golfklúbbur Reykjavíkur auglýsir eftir fólki til starfa fyrir golftímabilið 2022 (maí – september). Klúbburinn rekur tvo golfvelli á höfuðborgarsvæðinu, Grafarholtsvöll og Korpúlfsstaðavöll auk æfingasvæðis Bása í Grafarholti. Í Grafarholti er 18 holu golfvöllur ásamt Grafarkoti sem er 6 holu æfingavöllur.  Á Korpúlfsstöðum er 27 holu golfvöllur ásamt Thorsvelli, 9 holu æfingavöllur.

Við leitum eftir glaðlyndum og þjónustulunduðum einstaklingum sem búa jafnframt yfir hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, ábyrgð og samviskusemi.

Óskað er eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður:

Golfverslanir:
Auglýst er eftir starfsfólki í tvær golfverslanir, Grafarholti og Korpu, sem eru opnar á tímabilinu maí – september. Starfið felur í sér almenna þjónustu við kylfinga – símsvörun, bókanir rástíma, sölu á golfvarningi, þrif á golfverslun og fleira tilfallandi. Opnunartími golfverslana er frá 07:30-21:00 og er unnið á þrískiptum vöktum yfir sumarið.
Vallarstarfsmenn:
Auglýst er eftir fólki til starfa á velli félagsins, Grafarholt og Korpu, ráðningartímabil er frá maí -september. Vallarstarfsmenn bera ábyrgð á almennri umhirðu og snyrtimennsku á golfvöllum.  Vinnutími vallarstarfsmanna er frá kl. 06:00-14:00 og reikna má með helgarvinnu.
Eftirlitsmenn:
Auglýst er eftir eftirlitsmönnum til starfa á báða velli félagsins, Grafarholt og Korpu, ráðningartímabilið er frá maí – september. Helstu verkefni eftirlitsmanna eru þjónusta við félagsmenn, eftirlit með umgengni og leikhraða á völlum, umsjón og afhending golfbíla, almennt hreinlæti og önnur tilfallandi störf.
Básar:
Auglýst er eftir starfsfólki í afgreiðslu og boltatínslu á æfingasvæði Bása, Grafarholti. Starfið snýr að þjónustu við kylfinga – boltatínslu, almennri afgreiðslu og að gæta almennu hreinlæti.
Kostur er ef umsækjendur hafa einhverja þekkingu á golfíþróttinni þó ekki sé gerð krafa um það.

Umsóknir skulu berast á netfangið gr@grgolf.is fyrir fimmtudaginn 31. mars næstkomandi.