GR konukvöld haldið næstkomandi fimmtudag, 18. apríl

Kæru GR konur,

Næsta fimmtudag, 18. apríl, ætlar kvennanefndin að halda GR konukvöld. Húsið opnar kl. 18:30 og dagskráin hefst 19:30.

Dagskráin byrjar uppi á púttvelli þar sem er skjávarpi, farið verður yfir dagskrá GR kvenna fyrir sumarið 2024. Ómar framkvæmdastjóri GR tekur svo við og fer yfir uppbygginguna sem hefur átt sér stað og þær framkvæmdir sem á eftir að fara í á völlunum. Golfdómari kemur sem fer yfir nokkrar golfreglur og hægt verður að spyrja dómarann.

Að því loknu færum við okkur niður þar sem verður skemmtilegt golfreglu pubquiz á milli borða. Við ætlum að bjóða konum uppá að koma með nýjan og notaðann kven golffatnað og skó til að selja, nánari upplýsingar um það fyrirkomulag kemur á Facebook síðu GR kvenna – endilega fylgið okkur þar

Enginn matur verður á boðstólum en boðið verður uppá eitthvað snakk og nammi ásamt því að léttvín og bjór verður til sölu á sanngjörnu verði.

Kvennanefndin starfar fyrir allar GR konur svo við viljum endilega fá að heyra frá ykkur.

Jafnframt ef einhverjar konur vilja vera með í nefndinni þá erum við alltaf til í að fá fleiri konur með okkur í nefndina

Opið öllum GR konum meðan húsrúm leyfir

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!

Kvennanefnd GR