Gróandi minnkar á völlum – göngum vel um og njótum haustsins

Nú hefur öll þjónusta í klúbbhúsum lokað fyrir veturinn en það er ánægjulegt að geta boðið félagsmönnum upp á áframhaldandi leik á völlum félagsins inn í haustið.  Til þess að hægt sé að hafa opið sem lengst þá er mikilvægt að vel sé gengið um vellina og þar berum við sameiginlega ábyrgð. Við viljum því brýna fyrir félagsmönnum mikilvægi þess að laga eftir sig kylfu- og boltaför á völlum félagsins.

Þegar langt er liðið fram á haustið fer að kólna eins og við vitum og við það verður gróandinn á völlum minni, því er enn mikilvægara að við stöndum vaktina saman – göngum frá torfusneplum á brautum og notum gaffalinn á flöt.

Njótum fallegra haustdaga, göngum vel um og hjálpumst að við halda völlunum okkar góðum!

Kveðja,
Vallarstjórar