Haraldur Franklín Magnús lék vel á fyrsta hring sínum á D+D Real Czech Challenge sem leikið ár á Áskorendamótaröðinni í Tékklandi um helgina. Haraldur lék hringinn á þremur höggum undir pari, fékk þrjá fugla á 8.,9. og 10. braut en lék aðrar holur á pari – enginn skolli á 1. hring sem er flott byrjun
Eftir fyrsta hring var Haraldur jafn í 20. sæti en tveir efstu kylfingarnir luku leik á -6.
Völlurinn sem leikið er á heitir Panorama Golf Resort, Kácov, Czech Republic og liggur í fjallsbrekku og þess vegna mikið um labb upp og niður. Haraldur segir flatir vallarins vera mjög hraðar og með mikinn halla.
Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda í mótinu hér
Við óskum okkar manni alls hins besta á hring dagsins!
Golfklúbbur Reykjavíkur