Haraldur Franklín á Áskorendamótaröðinni – fyrsta mót keppnistímabilsins leikið um helgina

Haraldur Franklín Magnús er staddur í Suður-Afríku en þar hefst fyrsta mót keppnistímabilsins á Áskorendamótaröðinni í dag. Mótið, Dimension Data Pro-Am er leikið á Fancourt vellinum í Georgíu og stendur yfir dagana 10. – 13. febrúar. Alls eru 156 keppendur sem taka þátt á mótinu.

Dagana 17.-20. febrúar verður annað mót keppnistímabilsins leikið á Royal Cape vellinum í Höfðaborg. Þriðja mót keppnistímabilsins fer svo fram dagana 24. – 27. febrúar og verður leikið á Durban Country Club í samnefndri borg.

Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda má sjá hér

Við óskum Haraldi Franklín alls hins besta á vellinum í Suður-Afríku!

Golfklúbbur Reykjavíkur