Haraldur Franklín, Guðmundur Ágúst og Bjarki á Áskorendamótaröðinni í Belgíu

Keppni hófst á B-NL Challenge Tropy mótinu á Áskorendamótaröðinni í Evrópu í gær og eru þeir Haraldur Franklín, Guðmundur Ágúst og Bjarki Pétursson á meðal keppenda. Mótið fer fram á Hulencourt vellinu í Genappe í Belgíu.

Haraldur Franklín lék best Íslendingana á fyrsta keppnisdegi á tveimur undir pari og var jafn í 53. sæti eftir hringinn. Bjarki var á parinu eftir fyrsta hring og Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á +2.

Lokakafli mótaraðarinnar er framundan en lokamótið fer fram í byrjun nóvember á Mallorca. Fram að því móti eru 6 mót á dagskrá að mótinu sem nú fer fram meðtöldu.

Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst eru í harðri baráttu um að komast í hóp 45 stigahæstu keppenda á Áskorendamótaröðinni – sem fá keppnisrétt á lokamótinu. Þar verður keppt um 20 sæti á sjálfri Evrópumótaröðinni.

Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér

Við óskum íslensku kylfingunum alls hins besta á móti helgarinnar í Belgíu!

Golfklúbbur Reykjavíkur