Haraldur Franklín Magnús úr GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson úr GKG eru allir á meðal keppenda á ISPS Handa World Invitational mótinu sem leikið verður dagana 11.-14. ágúst 2022 á Galgorm Castle & Massereene vellinum á Norður-Írlandi. Mótið er hluti af DP Evrópumótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.
Guðmundur Ágúst náði frábærum árangri á Áskorendamótaröðinni í Finnlandi um síðustu helgi. Þar lauk hann leik á samtals 20 höggum undir pari vallar og endaði í 3. sæti. Bjarki Pétursson tók einnig þátt í mótinu og endaði jafn í 35. sæti á 10 höggum undir pari vallar.
Sjá má allar upplýsingar um mót helgarinnar hér
Við óskum þessum frábæru kylfingum alls hins besta á móti helgarinnar!
Golfklúbbur Reykjavíkur