Haraldur Franklín í 11. sæti á British Challenge

Haraldur Franklín Magnús var á meðal keppenda á British Challenge mótinu sem leikið var á St. Mellion Estate vellinum í Cornwall í Englandi um helgina og lauk í gær. Haraldur endaði jafn í 11. sæti á mótinu og hækkaði um 10 sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar en þetta var jafnframt 17. mótið sem Haraldur tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni þetta tímabilið.

Eftir fyrstu tvo keppnisdagana var Haraldur jafn í 4. sæti, en lauk leik á samtals 2 höggum undir pari (68, 71, 74, 73) sem skilaði honum í 11. sæti.

Hér má sjá úrslitin úr móti helgarinnar

Lokakafli mótaraðarinnar er framundan og fer lokamótið fram á Mallorca í byrjun. Fram að því er aðeins eitt mót á dagskrá, English Trophy, sem hefst á fimmtudag og verður leikið á Frilford Heath í Abingdon á Englandi.

Núverandi staða Haraldar Franklín er í 80. sæti stigalista mótaraðarinnar en hann er í baráttu um að komast í hóp 45 stigahæstu keppenda á Áskorendamótaröðinni sem vinna sér inn keppnisrétt á lokamótinu. Á Mallorca verður svo keppt um tuttugu sæti á sjálfri Evrópumótaröðinni.

Stöðu á stigalista Challenge Tour má sjá hér

Við óskum Haraldi til hamingju með frábæran árangur og óskum honum áframhaldandi velgengni um komandi helgi!

Golfklúbbur Reykjavíkur