Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst á Challenge de España

Haraldur Franklín Magnús úr GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG taka báðir þátt á Challenge de España mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Keppni hófst í dag og stendur fram á sunnudag, 10. september, keppt er á Club de Golf Playa Serena við Almería á Spáni.

Haraldur Franklín hefur leikið á 11 mótum á tímabilinu og er í 120. sæti á stigalistanum. Hann endaði í 24. sæti í síðustu viku á móti sem fram fór í Svíþjóð. Besti árangur Haraldar á tímabilinu er 19. Sætið. hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á átta mótum af alls ellefu á tímabilinu.

Guðmundur Ágúst er með keppnisrétt á DP World Tour, sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki. Þar hefur hann leikið á 20 mótum á þessu tímabili, mótið á Spáni er fimmta mót hans á Áskorendamótaröðinni þetta tímabil

Hægt er að fylgjast með rástímum, skori og stöðu keppenda í mótinu hér

Við óskum þeim Haraldi og Guðmundi alls hins besta á móti helgarinnar!
Golfklúbbur Reykjavíkur