Héraðsdómaranámskeið á dagskrá í mars 2022 – frítt fyrir meðlimi í golfklúbbum innan GSÍ

Kæru félagsmenn GR,

Golfsamband Íslands hefur auglýst næsta héraðsdómaranámskeið, sem haldið verður í mars.

Ítarlegar upplýsingar um námskeiðið er að finna á frétt sem birt hefur verið á golf.is

Héraðsdómaranámskeið á dagskrá í mars 2022 – frítt fyrir meðlimi í golfklúbbum innan GSÍ – Golfsamband Íslands

Síðasta sumar hjá okkur í GR voru 17 virkir dómarar þar af 2 konur.

Mjög ánægjulegt var að fá konur til liðs við hópinn okkar og vonandi mun þeim fjölga enn frekar. Við getum enn bætt í hópinn og vonumst eftir því að geta fjölgað í 20 virka dómara fyrir næsta sumar.

Þeir félagsmenn sem taka héraðsdómaraprófið, munu fá þjálfun hjá reyndum dómurum GR áður en þeir taka að sér að dæma á mótum.

Yfirdómari GR hvetur sem flesta félagsmenn til að fara á námskeiðið og taka prófið, það er rafrænt og því þægilegt fyrir alla.

Það hafa allir gott af því að læra reglurnar vel, þó tilgangurinn sé ekki að dæma á mótum.

Skráning á Héraðsdómaranámskeið fer fram í gegnum netfangið domaranefnd@golf.is