Innheimta félagsgjalda – kröfur stofnaðar í banka

Kröfur vegna félagsgjalda 2022 hafa nú verið stofnaðar í banka hjá þeim félagsmönnum sem ekki höfðu gert aðrar ráðstafanir fyrir 17. janúar vegna greiðslufyrirkomulags. Kröfurnar sem sendar hafa verið eru á gjalddaga 2. febrúar og birtast í banka með nafni Greiðslumiðlunar.

Vilji félagsmenn gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi þarf að hafa samband við skrifstofu í síma 5850200 og er þá innheimt breytingargjald kr. 790.

Skrifstofa klúbbsins er opin alla virka daga frá kl. 09:00-16:00.

Golfklúbbur Reykjavíkur