Í gær hófst Íslandsmót eldri kylfinga á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu og stendur út morgundaginn.
Af þeim 85 keppendum sem eru skráðir til leiks eru flestir fra Golfklúbbi Reykjavíkur eða 20 talsins. Keppt er í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 50 ára og eldri og 65 ára og eldri.
Hér er hægt að sjá rástíma og stöðu mósins
Eftir fyrsta hring leiðir Jón Karlsson á -4 í flokki 50+ kk, Steinunn Sæmundsdóttir á +4 í flokki 65+ kvk og Hannes Eyvindson er í 2 sæti á +6, aðeins höggi á eftir fyrsta manni í flokki 65+ kk.
Hannes er ríkjandi meistari í 65+ kk og stefnir að sjálfsögðu á að verja sinn titil.
Guðrún Garðars er ríkjandi meistari í 65+ kvk og stefnir sömuleiðis á að verja sinn titil.