ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA 2022 – 1. DEILD KVENNA, RÁSTÍMAR, STAÐA OG ÚRSLIT

Íslandsmót golfklúbba 2022 í 1. deild kvenna fer fram dagana 21.-23. júlí og verður leikið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ hjá GM og Korpúlfsstaðavelli hjá GR.

Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitli golfklúbba árið 1982 og er mótið í ár það 41. í röðinni.

Alls eru 7 lið sem leika í efstu deild kvenna þar sem að keppt er um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2022 í efstu deild kvenna.

Fyrstu tvær umferðirnar í 1. deild kvenna, fimmtudaginn 21. júlí, verða leiknar á Korpúlfsstaðavelli. Umferð 3 og undanúrslitin fara fram á Hlíðavelli föstudaginn 22. júlí.

Úrslitin í 1. deild kvenna ráðast á Hlíðavelli laugardaginn 23. júlí.

Keppnisfyrirkomulagið er með hefðbundnum hætti.

Alls eru 7 lið sem leika í efstu deild kvenna.

Liðunum er skipt í tvo riðla, A og B.

 

A-riðill                                                                                               B-riðill

GR – Golfklúbbur Reykjavíkur                                                 GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar

GKG – Golfklúbbur Kópavogs og

Garðabæjar

GK- Golfklúbburinn Keilir                                                           NK – Nesklúbburinn

GSS – Golfklúbbur Skagafjarðar                                                GO – Golfklúbburinn Oddur

 

Í A-riðli eru GR, GK, og GSS.

A-riðill: Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Golfklúbbur Reykjavíkur: Berglind Björnsdóttir, Eva Karen Björnsdóttir, Árný Eik Dagsdóttir, Bjarney Ósk Harðardóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir,
Nína Margrét Valtýsdóttir og Ásdís Valtýsdóttir.

Golfklúbbur Skagafjarðar: Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Telma Ösp Einarsdóttir, Una Karen Guðmundsdóttir, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, Anna Karen Hjartardóttir, Árný Lilja Árnadóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir.

Golfklúbburinn Keilir: Þórdís Geirsdóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir, Lilja Dís Hjörleifsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Bryndís María Ragnarsdóttir, Þóra Kristín Ragnarsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir og Maríanna Ulriksen.

Í B-riðli eru GM, GKG, NK og GO.

B-riðill: Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Ástrós Arnarsdóttir, Katrín Hörn Daníelsdóttir, Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir, María Björk Pálsdóttir, Karen Lind Stefánsdóttir, Saga Traustadóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Berglind Erla Baldursdóttir, Katrín Sól Davíðsdóttir, Nína Björk Geirsdóttir, María Eir Guðjónsdóttir, Kristín Sól Guðmundsdóttir, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Sara Kristinsdóttir, Arna Rún Kristjánsdóttir.

Golfklúbburinn Oddur: Birgitta Maren Einarsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Berglind Rut Hilmarsdóttir, Etna Sigurðardóttir, Laufey Sigurðardóttir, Auður Skúladóttir, Dídí Ásgeirsdóttir.

Nesklúbburinn: Helga Kristín Einarsdóttir, Karlotta Einarsdóttir, Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, Ragna Björg Ingólfsdóttir, Ágústa Dúa Jónsdóttir, Elsa Nielsen og Þyrí Valdimarsdóttir.

Í A-riðli leikur hvert lið tvo leiki í riðlakeppninni, í B-riðli leika liðin þrjá leiki. Í hverri viðureign eru leiknir tveir fjórmenningsleikir og þrír tvímenningsleikir.

Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast í undanúrslit.

Efsta liðið í A-riðli leikur í undanúrslitum gegn liðin nr. 2 úr B-riðli.

Efsta liðið úr B-riðli leikur í undanúrslitum gegn liði nr. 2 úr A-riðli.

Neðsta liðið í 1. deild kvenna fellur í 2. deild.