Íslandsmót unglinga í höggleik – flottur árangur ungmenna GR

Þrír kylfingar úr GR komust á verðlaunapall á Íslandsmóti unglinga í höggleik um síðustu helgi og voru þó nokkrir aðrir nálægt því. Margir af okkar ungu kylfingum voru að keppa á sínu fyrsta Íslandsmóti og óskum við þeim til hamingju með þann áfanga.

Keppni 14 ára og yngri fór fram á Korpu, flokkur 12 ára og yngri léku 9 holur á Landinu en flokkur 13-14 ára léku 18 holur Sjórinn/Áin, leiknir voru þrír hringir. Í flokki 12 ára og yngri drengja hafnaði Ingimar Jónasson í 3. sæti. Í flokki 13-14 ára stúlkna hafnaði Margrét Jóna Eysteinsdóttir í 3. sæti og var systir hennar, Erna Steina Eysteinsdóttir, aðeins einu höggi frá henni og þar með í 4. sæti.

Keppni 15 – 21 árs fór fram í Vestmannaeyjum þar sem einnig voru leiknir þrír hringir, frá föstudegi til sunnudags. Í flokki 17-21 árs stúlkna hafnaði Helga Signý Pálsdóttir í 3. sæti og Karitas Líf Ríkarðsdóttir var meðal 10 efstu í flokknum. Í flokki 15-16 ára stúlkna varð Þóra Sigríður Sveinsdóttir aðeins tveimur höggum frá verðlaunasæti og hafnaði í 4. sæti. Arnór Már Atlason keppti í flokki drengja 17 – 21 árs og hafnaði einnig í  4. sæti og Jóhann Frank Halldórsson og Dagur Fannar Ólafsson voru á meðal 10 efstu.

Gaman að sjá þann eldmóð og metnað sem unga kynslóð klúbbsins hefur þegar mætt er til leiks í keppni sem þessa og óskum við vinningshöfum innilega til hamingu með sinn árangur á Íslandsmóti.

Áfram GR!