J. Lindeberg bikarinn 2022 – úrslit liggja fyrir

Liðakeppni GR hefur verið haldin á hverju ári frá árinu 2016. Í ár skráðu 16 lið sig til keppni. Liðunum var skipt í fjögurra liða riðla þar sem öll liðin mættust innbyrðis. Riðlakeppnin stóð yfir í júní mánuði. Tvö efstu liðin í hvorum riðli komust áfram í 8 liða úrslit þar sem leikið var með útsláttarfyrirkomulagi. Styrktaraðili keppninnar er J. Lindeberg en golffatnaður frá þeim fæst hjá Kúltúrmönnum í Kringlunni og Smáralind. Leikmenn tveggja efstu liðanna fengu boli og peysur frá J. Lindeberg í verðlaun sem afhent voru í lokahófi að loknum úrslitaleiknum.

Í ár var fyrirkomulagið þannig að í riðlakeppninni léku 6 leikmenn hvern leik, þar sem leikinn var einn fjórleikur (betri bolti, 2 saman í liði) og fjórir tvímenningar (holukeppni, 1 gegn1). Í útsláttarkeppninni léku 8 leikmenn í hverju liði, bæði í 8 liða úrslitum og undanúrslitum. Í úrslitaleiknum í ár var ákveðið að skilja engan útundan og fengu allir leikmenn liðanna sem voru í úrslitum að taka þátt en bæði lið hafa 13 meðlimi. Liðin sem leika til úrslita í ár eru Ásar og Nalúk en sömu lið léku til úrslita í fyrra. Þar höfðu Nalúk betur og unnu þá keppnina annað árið í röð. Það var hópurinn Forynjur sem léku til úrslita gegn Nalúk fyrir tveimur árum.

Í útslitaleiknum í ár voru leiknir 9 tvímenningar og 2 fjórleikir. Þegar 10 leikjum af 11 var lokið var staðan í leiknum 5 ½  – 4 ½ Nalúk í vil en keppendur sem lokið höfðu keppni vissu ekki stöðuna í lokaleiknum. Þetta var þvi spurning um bráðabana eða sigur Nalúk.

Nalúk liðameistari GR þriðja árið í röð
Það var síðan Nalúk  sem hafði betur og lokatölur í leiknum 6 ½  – 4 ½. Þetta var þriðja árið í röð sem þær sigra og eru vel að sigrinum komnar.

Frá árinu 2016 hafa eftirtaldir golfhópar sigrað í keppninni um liðameistara GR:

2016 – Goldbond
2017 – Faxar
2018 – Elítan
2019 – Naloh
2020 – NalúK
2021 – NalúK
2022 – NalúK