J. Lindeberg bikarinn – liðakeppni GR

Liðakeppni GR verður í ár eins og undanfarin ár undir heitinu J. Lindeberg bikarinn og verður með nánast sama sniði og í fyrra. Leikið verður á Korpu 9 holur og verða forbókaðir rástímar á 9 holu legg Korpunnar fyrir hvern leik. Leikið verður á mánudags- til fimmtudagskvöldum og mun hver riðill hafa fasta leikdaga þar sem 1 til 2 vikur líða á milli leikja. Leikið verður í 3 – 5 liða riðlum þar sem öll lið mætast innbyrðis. Riðlakeppni stendur fram að meistaramóti. Upp úr riðlakeppninni komast 8 lið sem munu leika með útsláttarfyrirkomulagi. Útsláttarkeppnin verður leikin í ágúst.

Í riðlakeppninni leika 6 leikmenn hvern leik fyrir hvort lið. Leiknir er fjórir tvímenningar (holukeppni) og einn fjórleikur (betri bolti). Í útsláttarkeppninni bætast við tveir tvímenningar þannig að þar leika 8 leikmenn fyrir hvort lið.  Úrslitaleikurinn er 18 holu leikur.

Þetta er frábær keppni fyrir golfhópa og tækifæri til þess að upplífa sveitarkeppnisstemmingu og leika í liðakeppni.

Skráning er hafin og hægt er að skrá lið með því að smella hér

Mótstjóri er Atli Þór Þorvaldsson og veitir frekari upplýsingar í síma 8942811 eða á netfanginu atli@grgolf.is.