Jólagleði barna- og unglingastarfs & meistaraflokks GR haldið miðvikudaginn 21. desember

Næsta vika verður síðasta æfingavikan fyrir jólafrí hjá barna- og unglingastarfi klúbbsins.

Æfingar á mánudag verða með eðlilegu móti en miðvikudaginn, 21. des verður svo jólagleðin mikla haldin kl 16:30. Jólagleðin verður haldin á Korpu og þar verður góð stemmning og skemmtilegar jólaþrautir fyrir iðkendur að leysa.

Að miðvikudegi loknum verður svo jólafrí fram til 3. janúar en hægt verður að sækja tvær opnar æfingar á milli jóla og nýárs, þann 27. og 29. desember, frekari upplýsingar um þær æfingar verða settar inn á facebook síðu barna- og unglingastarfs þegar nær dregur.

Hlökkum til að klára æfingatímabilið með ykkur!

Jólakveðja,
Þjálfarar