Í gær var síðasta golfæfing hjá íþróttastarfi GR fyrir jólafrí sem fór fram á Korpunni og lauk með Jólapakkapúttmóti
Mæting var frábær og mættu yfir 50 börn og ungmenni.
Í boði var djús, nammi og smákökur og allt undir dúndrandi jólalögum.
Allir kylfingar GR sem að mættu áttu að koma með jólapakka að andvirði 1000-2500 kr.- Eftir að hafa klárað sín verkefni átti hver og einn að velja sér jólapakka.
Íþróttastarf GR er farið í jólafrí en að sjálfsögðu verður hægt að mæta í Bása eða á Korpuna og æfa sig allan daginn.
Golfæfingar hefjast aftur á nýju ári 7. janúar
Golfklúbbur Reykjavíkur óskar öllum iðkendum í íþróttastarfinu gleðilegra jóla.