Ákveðið hefur verið að fara af stað með Liðakeppni öldunga þar sem 2 kylfingar leika saman í liði.
Leiknar verða 9 holur á Korpu og fá leikmenn að ráða hvort þeir leika af teigstæði 51 (blár) eða teigstæði 47 (rauður) teigum.
- Hvert lið leikur 7 leiki, þar sem leikinn er einn leikur í viku.
- Fyrsta leikvika er 10.- 16. júlí, vikan eftir meistaramót.
- Leikin er holukeppni þar sem samanlagðir punktar ráða úrslitum á hverri holu.
Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 27. júní kl. 12:00 í mótaskrá á Golfbox
Reglur í Liðakeppni öldunga má sjá hér – Liðakeppni öldunga – reglur
Golfklúbbur Reykjavíkur