Loftur Ingi sigraði Mercedes-Benz bikarinn 2023

Árlegri holukeppni GR er lokið þar sem leikið er um Mecedes-Benz bikarinn og þar bar Loftur Ingi Sveinsson sigur úr býtum eftir hörku úrslitaleik gegn Bernhardi Bogasyni.

Í ár voru 65 keppendur sem tóku þátt í keppninni sem hefur staðið yfir í allt sumar. Keppni hófst seinna en venja er þar sem ekki var hægt að leika í maí mánuði að þessu sinni vegna þess hve sumarið kom seint.

Holukeppnin er fyrir  alla klúbbmeðlimi 19 ára og eldri, leikið er með fullum forgjafarmun en þó eru hæst veitt 36 forgjafarhögg.

Leikin er útsláttarkeppni þannig að keppendum fækkar um helming í hverri umferð. Sigurvegari mótsins þurfti því að vinna 6 leiki í röð. Það er ekki auðvelt og hefur engum tekist að vinna mótið í tvígang. Þannig hefur verið krýndur nýr sigurvegari eftir hverja keppni frá því að holukeppnin var endurvakin árið 2017.

Bílaumboðið Askja er styrktaraðili keppninnar og þökkum við þeim kærlega stuðninginn. Askja er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda.

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í sumar og óskum sigurvegara Mercedes-Benz bikarsins til hamingju með titilinn.

Golfklúbbur Reykjavíkur