Kvennanefndin minnir á lokahóf í Púttmótaröð golfa.is og GR kvenna sem haldið verður að kvöldi 6. mars. Lokahófið er innifalið í mótsgjaldi.
Staðan er jöfn og miklar líkur á því að staðan á top 10 muni breytast. Ekki verður ljóst fyrr en eftir kl. 19 hverjar enda í top 10 svo þá er betra að vera á staðnum.
Skráning fer fram hér: https://forms.office.com/e/dgXzYK7gj4
Skráning lokar í hádeginu á þriðjudaginn 5. mars.
Dagskráin verður eftirfarandi:
14-19 Þátttakendur pútta
14-17 golfa.is verður með golffatnað til sýnis og mátunar. Góð tilboð
15:00 Ostaplattar og snakk í boði
Léttvín og bjór til sölu, léttvín 1.000 kr og bjór 500 kr
19:00 Léttar veitingar, sætir bitar á eftir og baileys með kaffinu
19:45 Top 10 konur pútta úrslitahringinn
20:15 Úrslit kynnt og dagskrá GR kvenna sumarið 2024
20:30 Lukkupútt byrjar
Þær sem ætla að pútta fyrr að deginum og koma aftur í lokahófið, munið eftir að koma með pútter í lukkupúttið