Kæru félagar,
Framkvæmdir í Grafarholti við gerð nýrrar flatar á 3. braut og nýs 57 teigs á 4. braut eru mjög langt komnar og hafa gengið vel. Næsta stóra verkefni okkar er gerð nýrrar 11. brautar. Unnið hefur verið í samræmi við ráðleggingu arkitekts okkar, Tom McKenzie. Þar kemur margt til. Það helsta er að við teljum að brautin verði mun skemmtilegri í leik og hæfilega krefjandi fyrir kylfinga á öllum getustigum. Flatarstæðið verður mjög glæsilegt. Þá mun holan falla betur að nærliggjandi holum, þ.e. 10. og 12. braut, og opna möguleika á enn betri holum er að þeim kemur. Horfa þarf á þessar holur í heild.
Í þessum áfanga munum við eingöngu taka fyrir 11. brautina, það verður ekki hróflað neitt við hinum í bili. Framkvæmdin mun ekki trufla leik neitt næsta sumar, frekar en aðrar yfirstandandi framkvæmdir í Grafarholti. Byrjunarverkefnið er að gera vinnuveg til bráðabirgða upp að fyrirhuguðu flatarstæði, vegna efnisflutninga. Því næst verður flatarstæðið og umverfi flatarinnar mótað.
Þar sem breytingin er umtalsverð fengum við arkitektinn til að vinna fyrir okkur þrívíddarmyndband með grunnhugmynd hans að 10., 11. og 12. braut. Myndbandið sýnir betur en orð hvernig þessar holur munu líta út, eða geta gert. Allt er síðan að sjálfsögðu háð nánari teikningum og útfærslum. Dæluskúr á 10. braut stingur í augu en hann verður ekki eins og í myndbandinu. Annað á að skýra sig.
Við hvetjum ykkur eindregið til að skoða myndbandið hér
Kveðja,
Stjórn og starfsfólk GR