Nýliða- og háforgjafamót GR kvenna vel sótt

Laugardaginn 29. júlí héldu GR konur Nýliða og háforgjafamót. Það tókst virkilega vel og mikil ánægja með það meðal nýliðanna okkar og fylltist í mótið strax. Veðrið lék við okkur þegar spilaðar voru 9 holur á Landinu.

Flestar konurnar áttu frábæran golfdag og voru með flott skor.

1. sæti Ólöf Hjartardóttir – 23 punktar
2. sæti Oddný Anna Kjartansdóttir- 22 punktar
3. sæti Hulda Ingibjörg Magnúsdóttir – 20 punktar

Næst holu á 22. braut var Margrét Theódórsdóttir

Við þökkum fyrir frábæra samveru á þessum dásamlega sumardegi. Við þökkum einnig starfsfólki GR fyrir alla aðstoðina við mótið og sérstaklega Sigurði dómara fyrir að vera með reglufræðslu við ræsingu og út á braut.

Kvennanefnd GR