Vestmannaeyjavöllur hefur bæst í hóp vinavalla og geta félagsmenn GR nýtt sér vinavallakjör í Eyjum alla virka daga í sumar. Félagsmenn bóka rástíma í gegnum Golfbox og hafa þriggja daga bókunarfyrirvara, vinavallargjald er kr. 5.000 og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur – ath! vinavallakjör gilda ekki um helgar og á rauðum dögum.
Vestmannaeyjavöllur er 18 holu golfvöllur staðsettur í einstakri náttúru. Völlurinn er staðsettur inni í Herjólfsdal en náttúrufegurðin er eitt af því sem gerir völlinn eins flottan og hann er. Fyrri 9 holurnar liggja inni í dalnum þar sem mikið er um hóla og hæðir en seinni 9 holurnar liggja við Hamarinn. Þær eru því af mörgum taldar erfiðari, en geta bæði gefið og tekið.
Frábær viðbót við þá vinavelli sem félagsmenn hafa fengið að njóta á undanförnum árum og hlökkum við til samstarfsins.
Allar upplýsingar um vinavelli GR er hægt að finna hér á vefnum undir Golfvellir – Vinavellir
Golfklúbbur Reykjavíkur